Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 15

Ný Dögun - 01.11.1997, Blaðsíða 15
flytji skrifstofuna í Gerðuberg en hana höfurn við rekið í nokkur ár í Sóltúni 24 í Reykjavík. MARGIR LAGT HÖND Á PLÓG Þeir eru orðnir œði margir sem hafa unnið óeigingjarnt og mikið starf fyrir samtökin. Bragi Skúla- son, sjúkrahúsprestur á Landsspít- alanum kom að samtökunum nokkrum misserum eftir stofnun þeirra. Samtökunum var mikill fengur að honum bœði sem leik- og fagmanni. Hann var brunnur hugmynda og stappaði í okkur stálinu. Hann var aðalhvatamað- urinn að því að samtökin stóðu að útgáfu nokkurra tímarita. 3 tíma- rit komu út á jafnmörgum árum og segja má að Bragi hafi borið hitann og þungann af þeirri vinnu. Ólöf Helga Þór kom á sínum tíma sem syrgjandi en með menntun sinni og þekkingu reyndist hún enn betur en ella. Ólöf Helga sem er bœði kennari og námsráðgjafi hafði nokkrum árum áður kynnt sér málefni syrgjenda og sorgar- úrvinnslu hjá sorgarsamtökum í Kanada. Hún gat því heilmikið miðlað til okkar af lœrdómsríkri dvöl sinni í þar. Hún var margri ekkjunni mikill styrkur enda hafði hún sjálf misst tvo eiginmenn, þegar þegar hún kom til starfa fyr- ir samtökin, aðeins 34 ára gömul. Ólöf Helga var formaður samtak- anna um 2ja ára skeið. Sigurður Jóhannsson viðskiptafrœðingur var formaður um skeið og breytti ýmsu og bœtti sem setið hafði á hakanum. Hann tölvuvœddi t.d. félagaskrá samtakanna sem síðan sparaði okkur hinum heilmikla vinnu. Sigurður sá einnig að mestu leyti um útgáfu fréttabréfs sam- takanna á sínum tíma, en það hef- ur komið út 3svar sinnum á ári síð- astliðin 6 ár. Þetta fólk starfaði að mestu fyrir samtökin á árunum 1989-1994. Þeir sem síðan hafa gegnt formennsku fyrir samtökin eru Sonja B. Jónsdóttir, Jóna Dóra Karlsdótttir og núverandi formaður Elínborg Jónsdóttir. Marga fleiri mœtti nefna sem gef- ið hafa af tíma sínum í þessa mikil- vœgu vinnu. ==NÝDÖGUN == Nú tœpum tíu árum eftir stofnun samtakanna erum við bara tvœr eftir virkar í starfi af þeim sem upphaflega stofnuðu samtökin; ég og Jóna Dóra.. Af ýmsum ástœð- um hefur fólk hellst úr lestinni, flust erlendis o.sv.frv. Reyndar hefi ég tekið mér frí að mestu í vetur frá „opnum húsum“. Fann að ég var orðin ansi þreytt, en nú er ég að hlaða batteríin og hef hugsað mér að koma aftur nœsta haust. Einhvern veginn er það svo að við stöllur erum ekki tilbúnar til hœtta alveg. PÁTTUR FJÖLMIÐLA Eins og jafnan áður höldum við fyrirlestra fyrsta fimmtudag í mánuði frá september-maí og „opnu húsin“ eru 3ja fimmtudag í hverjum mánuði. Lengst af gerð- um við hlé á starfseminni á sumrin en höfum nú opið hús einu sinni í mánuði yfir sumartímann. Það er deginum ljósara að um- rœðan um dauðann og sorgina hefur gjörbreyst á undanförnum árum. Hún er orðin miklu opnari og dauðinn ekki það feimnismál sem hann svo sannarlega var. Þar held ég að samtökin hafi haft mikil áhrif. Ég get þó ekki látið hjá líða að minnast á þátt fjölmiðla þegar slys og önnur áföll ber að höndum. Okkur, eins og mörgum öðrum, hefur þótt framganga þeirra úr hófi með köflum. Um þetta hafa farið fram miklar umrœður innan okkar samtaka og allir sammála um að þarna þurfi að taka til hendinni. Það er að mínu mati skylda samtaka sem þessara að vera í fararbroddi varðandi þá umrœðu. Því var það að við sáum ástœðu til þess að boða frétta- menn á námstefnu sem við héld- um í Gerðubergi í september 1995, en yfirskrift hennar var: Sorg í kjölfar náttúruhamfara og slysa. Einn dagskrárliðurinn var einmitt um fréttaflutning fjöl- miðla af slíkum atburðum. Aðeins einn fréttamaður sá ástœðu til að mœta og fjallaði hann lítillega um námstefnuna í sínum fjölmiðli. Við höfðum fengið fréttastjóra eins Ijósvakamiðlanna til að vera með framsöguerindi undir fyrr- nefndum dagskrárlið. Þessi sami fréttastjóri sá ekki ástœðu til að fjalla um námstefnuna á sínum vettvangi. Þetta er óþolandi á- hugaleysi og meðan hlutirnir ganga svona fyrir sig er ekki von á góðu. UÓS VONAR í NÝRRI DÖGUN Árið 1991 fengu samtökin loks nafn. Miklar umrœður höfðu farið fram meðal félagsmanna um gott heiti á samtökin. Á einum fyrir- lestrinum, þar sem voru um 80 manns létum við fara fram skoð- anakönnun og varð niðurstaðan Ný Dögun. Hugsunin á bak við þetta nafn er sú að nóttin er tími myrkursins og dauðans. En nóttin verður aðvíkja fyrir döguninni. Fyrst er dögunin örlítil skíma í austri, sem er átt upprisunnar og nýs lífs. í döguninni er líka nýtt upphaf. í dögun ýttu forfeður okkar úr vör á ótraustum bátskelj- um til að afla lífsbjargar. Fyrir syrgjandanum verður nótt sorgarinnar löng og ljós vonarinn- ar víðs fjarri um sinn. En við lifum samt dagana. Við höfum ekki stjórn yfir þeim. Og dagarnir líða, þótt við upplifum þá sem í þoku og myrkri. Svo lifum við nýja dög- un, þegar hin langa ganga í gegn- um hina löngu nótt sálarinnar tekur senn endi og við förum að greina örlitla birtu. Það er ekki vegna þess, að við séum búin að gleyma sorginni, heldur vegna þess að sorgin hefur fœrst inn í nýja vídd, þar sem dauðinn einn, nóttin ein, rœður ekki lengur. Það er þar, sem lífið og lífslöngunin getur fœðst að nýju. En við ráð- um ekki hvenœr þetta gerist. Allt hefur sinn tíma. Nóttin hefur sinn tíma og dögunin hefur sinn tíma. Dögunin er líka tími baráttu, eins og hjá forfeðrum okkar. En í sorginni, í sorgarvinnunni, ýtum við úr vör og leitum að lífsbjörg- inni. Á œvikvöldi horfa menn fram á nótt, en henni mun líka fylgja dögun. Dögunin fylgir öll- um nóttum, fyrr eða síðar. Við viljum að samtökin okkar séu vettvangur nýrrar dögunar fyrir syrgjendur,“ sagði Olga Snorra- dóttir kennari, einn stofnenda Nýrrar dögunar, að lokum. 15

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.